Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2023 21:51 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Einar Árnason Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43