Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2023 21:51 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Einar Árnason Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43