Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:28 Donald Triplett naut stuðnings og blómstraði, ólíkt þeim börnum sem voru vistuð á stofnunum. Wikimedia Commons/Yuval Levental Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd. Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd.
Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira