Semur um vopnahlé við uppreisnarmenn á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 10:38 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á í basli með mjög íhaldssama og umdeilda þingmenn Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komst í gærkvöldi að samkomulagi við hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa haldið þinginu í gíslingu í viku. Hann fundaði með hópi þingmanna í klukkustund í gær og tilkynnti í kjölfarið að greitt yrði atkvæði um fimm frumvörp og tillögur í þessari viku. Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06