Semur um vopnahlé við uppreisnarmenn á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 10:38 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á í basli með mjög íhaldssama og umdeilda þingmenn Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komst í gærkvöldi að samkomulagi við hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa haldið þinginu í gíslingu í viku. Hann fundaði með hópi þingmanna í klukkustund í gær og tilkynnti í kjölfarið að greitt yrði atkvæði um fimm frumvörp og tillögur í þessari viku. Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þar á meðal er þingsályktunartillaga um að fordæma nýjar vopnareglur sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta, hefur komið á. Washington Post segir McCarthy hafi einnig orðið við kröfum þessa hóps um umfangsmeiri niðurskurð. Hópurinn vill einnig fá meiri aðkomu að öllum viðræðum um frumvörp og að McCarthy fái ekki hjálp Demókrata við að koma frumvörpum í gegnum þingið. Þá sagðist McCarthy ætla að funda frekar með þingmönnunum sem hafa staðið í þessari uppreisn á næstu vikum. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Þeir héldu þinginu í gíslingu í síðustu viku með því að koma í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði. Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. AP fréttaveitan segir að þó McCarthy hafi tilkynnt að atkvæðagreiðslur færu fram í þessari viku, hafi hann viðurkennt að standa frammi fyrir sambærilegri uppreisn aftur á næstunni. „Kannski verðum við aftur á sama stað í næstu viku,“ sagði Matt Gaetz, er hann gekk af fundinum með McCarthy í gær. Matt Rosendale, sem einnig tilheyrir uppreisnarhópnum, sagði að hópurinn þurfi að sjá árangur í niðurskurðarmálum, annars verði þinghald stöðvað á nýjan leik. Repúblikanar eru að byrja að semja fjárlagafrumvarp en McCarthy hefur samkvæmt frétt Washington Post, gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að ganga lengra í niðurskurði en samkomulag hans við Biden segir til um. Það gæti leitt til þess að rekstur alríkisins í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Fjárlagafrumvarp þyrfti einnig að verða samþykkt í öldungadeildinni og Repúblikanar þar hafa sagt að þeir séu mótfallnir niðurskurði í varnarmálum. Demókratar þar, sem eru í meirihluta, hafa einnig sagt að niðurskurður í velferðarmálum komi ekki til greina.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent