Sýndarsamráð á öllum skólastigum Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa 12. júní 2023 09:00 Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun