Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára Geir Finnsson skrifar 6. júní 2023 08:31 Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun