Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 10:34 Tveir þriðju ungmenna í Bandaríkjunum segjast nota samfélagsmiðla daglega og einn þriðji segir notkunina stanslausa. Getty Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins. Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins.
Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent