„Þór lagði úr höfn í Vestmannaeyjum um ellefu leitið, og setti stefnu til austurs, fulla ferð. Hinn vélarvana bát rak undan hægum vindi,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Þá kemur fram að Þór hafi verið fljótur á vettvang en skipið er með ganghraða hátt í þrjátíu sjómílur. Það hafi heldur ekki hamlað för skipsins að sjólag var gott.

Um einum og hálfum klukkutíma eftir að Þór lagði úr höfn var skipið komið að smábátnum. Um borð í bátnum var einn maður. „Ekki er ljóst á þessari stundu hvort hann hafi verið á strandveiðum, eða að flytja bátinn milli staða.“
Dráttartaug var þá komið frá Þór í smábátinn og haldið af stað til hafnar í Vestmannaeyjum. Átætluð koma er seinni partinn í dag eða undir kvöld.

„Þór dregur bátinn á um 10 mílna hraða, en ekki er ráðlegt að reyna frekar á dráttarpolla hins bilaða báts en það, þó svo Þór hafi afl til að draga bátinn hraðar.