Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2026 22:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson bætist í hóp þeirra sem gert hafa athugasemdir við orð Ingu Sæland eftir að hún tók við nýju ráðuneyti Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Með færslu sinni deilir Guðmundur Ingi einmitt færslu flokkssystur sinnar, Álfhildar Leifsdóttur grunnskólakennara sem leiddi lista VG í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. „Ég. Á. Ekki. Eitt. Aukatekið. Orð,” eru fyrstu viðbrögð Álfhildar við Kastljósviðtali við Ingu í kvöld. Þar var Inga til svara um það hvernig hún vilji gera úrbætur í skólakerfinu en hún kveðst leggja megináherslu á læsi. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að kerfið verði ekki lagað með skyndilausnum, heldur sé um langhlaup að ræða. „Það eru allar tölur, allar árangursmælingar sem sýna það að stór hópur barnanna okkar er í rauninni að missa af því að geta menntað sig til framtíðar vegna þess að okkur hefur ekki tekist að kenna þeim að lesa á tíu árum,“ sagði Inga meðal annars. Hún geti ekki sagt til um það hvers vegna ummæli hennar hafi vakið hörð viðbrögð. Það sé alltaf eitthvað fólk, bæði í kennarastétt og öðrum, sem vilji standa vörð um kerfið. „Heilu árgangarnir“ eigi ekki framtíð fyrir sér í menntakerfinu Hún viti sjálf ekki fyrir víst hvers vegna byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi verið tekin upp á sínum tíma. Hún hafi bara tekið við embætti í fyrradag og ekki hægt að ætlast til þess að hún „viti allt um allt hvaðeina.“ Inga var jafnframt til viðtals um málið í kvöldfréttum Sýnar í dag. „Hins vegar veit ég það að þetta hefur ekki gefist vel. Það eru allir mælar og vísindi, sem mikið er kallað eftir hér, sem sýna það og sanna að kerfið hefur brugðist. Og við erum að uppskera það núna að það eru heilu árgangarnir af ungu fólki sem á litla framtíð fyrir sér í menntakerfinu eins og það hefur útskrifast úr grunnskólunum okkar,“ sagði Inga ennfremur í Kastljósi. Þessi ummæli telur Álfhildur vera dapurleg. „Það er óskaplega dapurt að hlusta á nýjan ráðherra tala svona niður til unga fólksins okkar, segir að heilir árgangar eigi ekki framtíð fyrir sér innan skólakerfisins. Hið rétta er að hérlendis innritast mjög há prósenta ungmenna í framhaldsskóla miðað við samanburðarlönd,“ skrifar Álfhildur í færslunni sem Guðmundur Ingi deilir áfram. „Álfhildur Leifsdóttir takk! Held að Samfylkingin hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda…“ skrifar Guðmundur Ingi. Kveikjum neistann finnska leiðin eða ekki? „Ég ætla að kenna þeim að lesa með kennurunum okkar, við ætlum að hjálpa þeim,“ svaraði Inga meðal annars þegar hún var spurð hvernig hún ætli að bregðast við þessu. Meðal annars vilji hún horfa til finnsku leiðarinnar svokölluðu. Þá sagði Inga að verkefnið Kveikjum neistann, sem þegar hefur verið innleitt í Vestmannaeyjum og önnur sveitarfélög eru að skoða, vera einn lið í finnsku leiðinni sem hún vilji líta til. Þessi ummæli Ingu um Kveikjum neistann gerir Álfhildur jafnframt athugasemdir við. „Mætti byrja á að útskýra fyrir ráðherra að Kveikjum neistann er EKKI Finnska leiðin. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára, það byrjaði árið 2021. Þær tillögur sem hafa komið frá ráðherra síðustu daga eru reyndar almennt þvert á Finnsku leiðina,“ skrifar Álfhildur. Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Flokkur fólksins Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Með færslu sinni deilir Guðmundur Ingi einmitt færslu flokkssystur sinnar, Álfhildar Leifsdóttur grunnskólakennara sem leiddi lista VG í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. „Ég. Á. Ekki. Eitt. Aukatekið. Orð,” eru fyrstu viðbrögð Álfhildar við Kastljósviðtali við Ingu í kvöld. Þar var Inga til svara um það hvernig hún vilji gera úrbætur í skólakerfinu en hún kveðst leggja megináherslu á læsi. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að kerfið verði ekki lagað með skyndilausnum, heldur sé um langhlaup að ræða. „Það eru allar tölur, allar árangursmælingar sem sýna það að stór hópur barnanna okkar er í rauninni að missa af því að geta menntað sig til framtíðar vegna þess að okkur hefur ekki tekist að kenna þeim að lesa á tíu árum,“ sagði Inga meðal annars. Hún geti ekki sagt til um það hvers vegna ummæli hennar hafi vakið hörð viðbrögð. Það sé alltaf eitthvað fólk, bæði í kennarastétt og öðrum, sem vilji standa vörð um kerfið. „Heilu árgangarnir“ eigi ekki framtíð fyrir sér í menntakerfinu Hún viti sjálf ekki fyrir víst hvers vegna byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi verið tekin upp á sínum tíma. Hún hafi bara tekið við embætti í fyrradag og ekki hægt að ætlast til þess að hún „viti allt um allt hvaðeina.“ Inga var jafnframt til viðtals um málið í kvöldfréttum Sýnar í dag. „Hins vegar veit ég það að þetta hefur ekki gefist vel. Það eru allir mælar og vísindi, sem mikið er kallað eftir hér, sem sýna það og sanna að kerfið hefur brugðist. Og við erum að uppskera það núna að það eru heilu árgangarnir af ungu fólki sem á litla framtíð fyrir sér í menntakerfinu eins og það hefur útskrifast úr grunnskólunum okkar,“ sagði Inga ennfremur í Kastljósi. Þessi ummæli telur Álfhildur vera dapurleg. „Það er óskaplega dapurt að hlusta á nýjan ráðherra tala svona niður til unga fólksins okkar, segir að heilir árgangar eigi ekki framtíð fyrir sér innan skólakerfisins. Hið rétta er að hérlendis innritast mjög há prósenta ungmenna í framhaldsskóla miðað við samanburðarlönd,“ skrifar Álfhildur í færslunni sem Guðmundur Ingi deilir áfram. „Álfhildur Leifsdóttir takk! Held að Samfylkingin hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda…“ skrifar Guðmundur Ingi. Kveikjum neistann finnska leiðin eða ekki? „Ég ætla að kenna þeim að lesa með kennurunum okkar, við ætlum að hjálpa þeim,“ svaraði Inga meðal annars þegar hún var spurð hvernig hún ætli að bregðast við þessu. Meðal annars vilji hún horfa til finnsku leiðarinnar svokölluðu. Þá sagði Inga að verkefnið Kveikjum neistann, sem þegar hefur verið innleitt í Vestmannaeyjum og önnur sveitarfélög eru að skoða, vera einn lið í finnsku leiðinni sem hún vilji líta til. Þessi ummæli Ingu um Kveikjum neistann gerir Álfhildur jafnframt athugasemdir við. „Mætti byrja á að útskýra fyrir ráðherra að Kveikjum neistann er EKKI Finnska leiðin. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára, það byrjaði árið 2021. Þær tillögur sem hafa komið frá ráðherra síðustu daga eru reyndar almennt þvert á Finnsku leiðina,“ skrifar Álfhildur.
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Flokkur fólksins Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira