Innlent

Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skaga­firði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bláklukka með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu í Viðvík í Skagafirði.
Bláklukka með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu í Viðvík í Skagafirði. Aðsend

Guðríði Magnúsdóttir sauðfjárbónda á bænum Viðvík í Skagafirði var nokkuð brugðið í gær þegar hún fór að gefa fénu í fjárhúsinu hjá sér því þá hún að ærin Bláklukka hafði borið þremur lömbum. Það þykir mjög óvenjulegt og sérstakt á þessum árstíma en gerist þó alltaf annars slagið.

„Móðirin Bláklukka er fædd 2022 og hefur þrisvar verið tvílembd fram að þessu. Faðir lambanna er líklega kaupahrúturinn Bjartur frá Bergi við Grundarfjörð því hinn hrúturinn, sem við erum með getir ekki gefið mislitt. Í Viðvík eru 30 ær, 41 hross og 250 nautgripir og þar af 103 mjólkurkýr,” segir Guðríður.

Nýja fjósið í Viðvík, sem var tekið í notkun í apríl 2021. 103 mjólkurkýr eru í fjósinu og mjaltabás þar, sem 20 kýr eru mjólkaðar í einu.Aðsend

Lömbin eru falleg og spræk og eru duglega að sjúga mömmu sína. Hér er Kári Ottósson, bóndi með þau, Bláklukka fylgist með.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×