Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:30 Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Geðheilbrigði Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun