Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:30 Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Geðheilbrigði Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun