Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 13. apríl 2023 06:54 Embættismenn innan SÞ segja afstöðu Guterres til átakanna í Úkraínu hafa verið alveg skýra. epa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira