9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 10:29 Nauðungarlyfjagjafir eru hlutfallslega flestar á virkum dögum á milli klukkan 10 og 13 og ná hámarki klukkan 22. Vísir/Vilhelm Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira