9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 10:29 Nauðungarlyfjagjafir eru hlutfallslega flestar á virkum dögum á milli klukkan 10 og 13 og ná hámarki klukkan 22. Vísir/Vilhelm Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira