Funduðu í fjóra og hálfan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 10:26 Xi Jinping Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52
Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05