Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 15:23 Framkonur vilja undirstrika að kynbundið áreiti og ofbeldi megi ekki líðast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið. Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið.
Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira