Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:00 Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun