Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:00 Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Á kjörtímabilinu voru haldnir um 50 opnir samráðs- og upplýsingafundir um gerð hverfisáætlana og umfangsmikla stefnumótun og samþykkt var stefna bæjarins um að auka aðkomu íbúa að skipulagsmálum og það sem varðar nærumhverfi þeirra. Þannig ættu íbúar að leggja línurnar áður en kemur að lögformlegu skipulagsferli. Eftirspurn var eftir þessum vinnubrögðum því á árunum þar á undan höfðu ítrekað sprottið upp mótmæli þegar hrammar sterkra afla höfðu aftur og aftur tekið sér það vald að skipuleggja Kópavog eftir eigin þörfum. Við tóku breyttir tímar og ágætt dæmi um breytt vinnubrögð er samráðsferlið á kolli Nónhæðarinnar á árunum 2016-2017. Baháíar keyptu landið árið 1970 og stefndu að því að byggja sér musteri þar. Þeir seldu landið árið 2000 og þá hófu nýir eigendur að kynna fyrir bænum stórhuga hugmyndir að íbúðahverfi sem mótmælt var með samstöðu íbúa á nærliggjandi reitum. Ákveðið var að leggja af stað í umfangsmikið samráð með íbúum og öðrum hagaðilum árið 2016. Kópavogsbær með markmið svæðisskipulags, aðalskipulags, hverfisáætlunar og húsnæðisstefnu bæjarins að leiðarljósi. Eftir 14 mánaða samráðsferli fékk Kópavogsbær þriðjung af landinu undir útikennslusvæði fyrir leikskólann og almennt útivistarsvæði fyrir hverfið. Dregið var verulega úr byggingarmagni, húsum fækkað, þau lækkuð og umferð beint út úr hverfinu á tveimur stöðum til að létta á. Það fengu ekki allir allt sem þeir vildu en samráðið leiddi þó til þess að allgóð sátt varð um niðurstöðuna. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við formennsku í skipulagsráði 2018 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var farið í endurskoðun á aðalskipulagi. Af óútskýrðum ástæðum var 10 íbúðum bætt við aðalskipulagið á Nónhæðinni þegar framkvæmdir voru langt komnar og íbúar í góðri trú um að staðið yrði við þá niðurstöðu sem samráðið leiddi af sér 2017. Ekki verður betur séð en lóðarhafi hafi arkað inn á bæjarskrifstofurnar og bætt þeim við sjálfur og notið til þess fulltingis Framsóknarflokksins annað hvort meðvitað eða með fullkomnum sofandahætti, slugsi og fúski. Þegar nýtt deiliskipulag var auglýst til að staðfesta aukninguna í þágu lóðarhafans klofnaði meirihlutinn og samstaða Sjálfstæðismanna klofnaði einnig en tveir þeirra tóku undir bókun mína um að virða beri lýðræðislega sátt sem náðst hafði um málið. Ráðist var í grenndarkynningu í framhaldi sem endaði þannig að viðbót upp á 10 íbúðir var hafnað. Þá kemur nú rúsínan í pylsuendanum sem sýnir svart á hvítu mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar standi í lappirnar og séu með meðvitund. Lóðarhafinn kærði málið til úrskurðarnefndar og Kópavogsbær tapaði málinu vegna skorts á rökstuðningi. Ef þetta er tekið saman í örfá orð. Klofinn meirihluti með Framsóknarflokkinn við stýrið hafði ekki hugmynd um að hann hefði heimilað fleiri íbúðir umfram niðurstöðu lýðræðislegs samráðs. Aukningin er samt auglýst til að hægt sé að staðfesta þarfir lóðarhafans. Henni er svo hafnað. Málið er kært og bærinn tapar málinu því það er ekki hægt að rökstyðja þetta flopp. Hvað á að kalla þessi vinnubrögð? Fúsk? Þekkingarleysi? Áhugaleysi? Metnaðarleysi? Eða var þetta kannski ásetningur? Það þarf að minnsta kosti sérstaka hæfileika til klúðra skipulagsmáli líkt og kjörnir fulltrúar meirihlutaflokkanna í Kópavogi gera hér. Í þessu máli opinbera þeir sig sem afgreiðsluapparat fyrir uppbyggingaráform landeigenda sem setur fram hugmyndir út frá eigin hag frekar en almannahag. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar