Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 08:33 Joe Biden var ekki heima á meðan húsleitin stóð yfir. AP/Susan Walsh Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira