„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2022 20:18 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vægast sagt óhress með ákvörðun Seðlabankans í dag um að hækka meginvexti bankans um 0,25. Vextirnir eru komnir í sex prósent með þessari tíundu hækkun á síðustu átján mánuðum. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira