„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2022 20:18 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vægast sagt óhress með ákvörðun Seðlabankans í dag um að hækka meginvexti bankans um 0,25. Vextirnir eru komnir í sex prósent með þessari tíundu hækkun á síðustu átján mánuðum. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira