„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Snorri Másson skrifar 9. nóvember 2022 23:01 Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01