Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:25 Penn og Selenskí skiptust á verðlaunum. AP Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira