Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. október 2022 13:00 Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson ÍL-sjóður Flokkur fólksins Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun