Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 14:06 Joe Biden (t.v.) mun ekki eiga sjö dagana sæla vinni repúblikanar meirihluta á þingi í næsta mánuði. Þeir hafa boðað rannsóknir á öllum og öllu sem hann tengist. AP/Manuel Balce Ceneta Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05