Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 14:06 Joe Biden (t.v.) mun ekki eiga sjö dagana sæla vinni repúblikanar meirihluta á þingi í næsta mánuði. Þeir hafa boðað rannsóknir á öllum og öllu sem hann tengist. AP/Manuel Balce Ceneta Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05