Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 14:34 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Stöð 2/Egill Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa orlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Stjórnarflokkarnir þrír hafa hins vegar nú samþykkt frumvarpið úr þingflokkum sínum. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann telji brýnt að það nái fram að ganga fyrir jól. Frumvarpið sjálft var birt á vef Alþingis í dag. Um er að ræða frumvarp til breytinga á Útlendingalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016. Kerfið sagt hafa reynst berskjaldað Í greinargerð með frumvarpinu segir að að mikilvægt sé að þeir sem hingað leiti eftir alþjóðlegri vernd fái bæði réttláta og vandaða málsmeðferð. Á sama tíma þurfi hins vegar að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki. Frumvarpið feli í sér nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um úlendinga hvað varðar alþjóðlega vernd. Vikið er að því að umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi fjölgað verulega hér á landi undanfarin áratug. Komið hafi í ljós árið 2016 og 2017 að íslenskt verndarkerfi „var að mörgu leyti berskjaldað fyrir ásókn þeirra sem sendu inn bersýnilega tilhæfulausar umsóknir og annarra umsækjanda sem almennt má telja að séu ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd,“ að því er segir í greinargerðinni. Sjálfkrafa kæra synjunar Í frumvarpinu eru lagðar fram ýmsar breytingar. Þar má nefna að ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á efnismeðferð verði sjálkrafa kærð til kærunefndar útlendingamála, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Er það gert til að stytta þann tíma sem ekki sé nýttur til málavinnslu. Lagt er einnig til, með ákveðnum undanteknum, að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem hafi fengið endanlega syjun njóti þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveði á um þar til hann yfirgefi landið, þó í hámarki þrjátíu daga en þá falli réttindin niður. Gildandi lög um útlendinga tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd réttindi á borð við húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra nú segir að í gildandi lögum komi ekki fram hvenær réttindi falli niður. Í framkvæmd hafi „sumir útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, notið fullrar þjónustu í jafnvel nokkur ár vegna erfiðleika stjórnvalda við framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun, m.a. sökum skorts á samstarfi þar um af hálfu útlendingsins.“ Lesa má frumvarp dómsmálaráðherra hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa orlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Stjórnarflokkarnir þrír hafa hins vegar nú samþykkt frumvarpið úr þingflokkum sínum. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann telji brýnt að það nái fram að ganga fyrir jól. Frumvarpið sjálft var birt á vef Alþingis í dag. Um er að ræða frumvarp til breytinga á Útlendingalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016. Kerfið sagt hafa reynst berskjaldað Í greinargerð með frumvarpinu segir að að mikilvægt sé að þeir sem hingað leiti eftir alþjóðlegri vernd fái bæði réttláta og vandaða málsmeðferð. Á sama tíma þurfi hins vegar að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki. Frumvarpið feli í sér nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um úlendinga hvað varðar alþjóðlega vernd. Vikið er að því að umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi fjölgað verulega hér á landi undanfarin áratug. Komið hafi í ljós árið 2016 og 2017 að íslenskt verndarkerfi „var að mörgu leyti berskjaldað fyrir ásókn þeirra sem sendu inn bersýnilega tilhæfulausar umsóknir og annarra umsækjanda sem almennt má telja að séu ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd,“ að því er segir í greinargerðinni. Sjálfkrafa kæra synjunar Í frumvarpinu eru lagðar fram ýmsar breytingar. Þar má nefna að ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á efnismeðferð verði sjálkrafa kærð til kærunefndar útlendingamála, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Er það gert til að stytta þann tíma sem ekki sé nýttur til málavinnslu. Lagt er einnig til, með ákveðnum undanteknum, að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem hafi fengið endanlega syjun njóti þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveði á um þar til hann yfirgefi landið, þó í hámarki þrjátíu daga en þá falli réttindin niður. Gildandi lög um útlendinga tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd réttindi á borð við húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra nú segir að í gildandi lögum komi ekki fram hvenær réttindi falli niður. Í framkvæmd hafi „sumir útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, notið fullrar þjónustu í jafnvel nokkur ár vegna erfiðleika stjórnvalda við framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun, m.a. sökum skorts á samstarfi þar um af hálfu útlendingsins.“ Lesa má frumvarp dómsmálaráðherra hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02
Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01