Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 09:04 Skjáskot úr myndbandi sem tekið var af einni líkamsárásinni. Hægra megin eru skilaboð sem stúlkan fékk send frá dreng á sama aldri. Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi eineltið. Sædís birti í vikunni myndbönd af árásum sem dóttir hennar varð fyrir, bæði í Smáralind og svo utandyra. Hún segir að eineltið hafi staðið yfir í rúmt ár en um þrjátíu krakkar hafa tekið þátt í því. Bæði er um að ræða samnemendur hennar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og krakka úr öðrum skólum. Stúlkunni hefur ítrekað verið sagt að svipta sig lífi. Viðtalið við Sædísi má heyra að neðan ásamt spjalli við Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa og sálfræðing. Að neðan má sjá dæmi um ofbeldið sem stúlkan hefur orðið fyrir. „Hún er enn þá uppi á spítala. Hún reyndi að taka sitt eigið líf. [...] Hún fer ekki í skólann lengur. [...] Námsráðgjafi á að hitta hana einu sinni á dag. Kennarinn var búinn að tala um að hitta hana einu sinni í viku. Hún hefur ekkert farið í skólann í meira en hálfan mánuð núna,“ segir Sædís. Móðirin segir stúlkuna eiga erfitt félagslega og les ekki alltaf rétt í aðstæður. Sædís segist hafa tilkynnt árásirnar sem dóttir hennar varð fyrir til lögreglu sem lítur á málið með mjög alvarlegum augum. Hún segir lögregluna gera eins mikið og hún geti gert. Stúlkan fékk þessi skilaboð send. Sædís hefur einnig birt á Facebook nokkuð af skilaboðum sem stúlkan hefur fengið frá öðrum börnum. Í mörgum þeirra er henni sagt að svipta sig lífi og því fagnað þegar hún segist hafa reynt það. Sædís segist vera hálf dofin eftir allt sem hefur gengið yfir. Hún er nánast vonlaus vegna ástandsins en Barnavernd gerir nú sitt besta til þess að aðstoða við málið. Skilaboð sem stúlkan fær eru flest í gegnum Snapchat. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, mætti í Bítið eftir að rætt var við Sædísi. Hún var gráti nær eftir að hafa hlustað á Sædísi og sagði málið vera átakanlegt og sorglegt. „Það slær mig alltaf þessi heift og reiði gerenda. Miskunnarleysi. Það er engin samkennd. Svo er reynt að miða á höfuð sem er stórhættulegt. Það er heppni að þarna hafi ekki orðið stórir áverkar,“ segir Kolbrún sem starfaði sem skólasálfræðingur í mörg ár. Þessi skilaboð fékk stúlkan nafnlaust. Hún segir einelti og ofbeldi aldrei réttlætanlegt, sama hver verður fyrir því, hvar og hvenær. Hún segir að barnaverndarkerfið þurfi líka að ná til gerendanna. „Þetta fylgir út í fullorðinslífið. Ég hef svo oft sem sálfræðingur verið með fólk hjá mér, fullorðið fólk, sem er enn að upplifa eftirsjá að hafa komið illa fram við aðra krakka. Eru að mæta þeim sem fullorðnum einstaklingum úti á götu. Þetta situr í þér áfram,“ segir Kolbrún. Að þættinum loknum hringdu hlustendur inn í Bítið á Bylgjunni og lýstu einelti sem börn þeirra eða þau sjálf hafa orðið fyrir. Hún segir samfélagsmiðla og netið eiga stóran þátt í auknu einelti en þó séu aðrir hlutir sem einnig þarf að taka tillits til. „Svo verðum við að hugsa um, við hvaða aðstæður búa þessi börn við, hvar er ábyrgð foreldra, hvar er eftirlitið?“ spyr Kolbrún. Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi eineltið. Sædís birti í vikunni myndbönd af árásum sem dóttir hennar varð fyrir, bæði í Smáralind og svo utandyra. Hún segir að eineltið hafi staðið yfir í rúmt ár en um þrjátíu krakkar hafa tekið þátt í því. Bæði er um að ræða samnemendur hennar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og krakka úr öðrum skólum. Stúlkunni hefur ítrekað verið sagt að svipta sig lífi. Viðtalið við Sædísi má heyra að neðan ásamt spjalli við Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa og sálfræðing. Að neðan má sjá dæmi um ofbeldið sem stúlkan hefur orðið fyrir. „Hún er enn þá uppi á spítala. Hún reyndi að taka sitt eigið líf. [...] Hún fer ekki í skólann lengur. [...] Námsráðgjafi á að hitta hana einu sinni á dag. Kennarinn var búinn að tala um að hitta hana einu sinni í viku. Hún hefur ekkert farið í skólann í meira en hálfan mánuð núna,“ segir Sædís. Móðirin segir stúlkuna eiga erfitt félagslega og les ekki alltaf rétt í aðstæður. Sædís segist hafa tilkynnt árásirnar sem dóttir hennar varð fyrir til lögreglu sem lítur á málið með mjög alvarlegum augum. Hún segir lögregluna gera eins mikið og hún geti gert. Stúlkan fékk þessi skilaboð send. Sædís hefur einnig birt á Facebook nokkuð af skilaboðum sem stúlkan hefur fengið frá öðrum börnum. Í mörgum þeirra er henni sagt að svipta sig lífi og því fagnað þegar hún segist hafa reynt það. Sædís segist vera hálf dofin eftir allt sem hefur gengið yfir. Hún er nánast vonlaus vegna ástandsins en Barnavernd gerir nú sitt besta til þess að aðstoða við málið. Skilaboð sem stúlkan fær eru flest í gegnum Snapchat. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, mætti í Bítið eftir að rætt var við Sædísi. Hún var gráti nær eftir að hafa hlustað á Sædísi og sagði málið vera átakanlegt og sorglegt. „Það slær mig alltaf þessi heift og reiði gerenda. Miskunnarleysi. Það er engin samkennd. Svo er reynt að miða á höfuð sem er stórhættulegt. Það er heppni að þarna hafi ekki orðið stórir áverkar,“ segir Kolbrún sem starfaði sem skólasálfræðingur í mörg ár. Þessi skilaboð fékk stúlkan nafnlaust. Hún segir einelti og ofbeldi aldrei réttlætanlegt, sama hver verður fyrir því, hvar og hvenær. Hún segir að barnaverndarkerfið þurfi líka að ná til gerendanna. „Þetta fylgir út í fullorðinslífið. Ég hef svo oft sem sálfræðingur verið með fólk hjá mér, fullorðið fólk, sem er enn að upplifa eftirsjá að hafa komið illa fram við aðra krakka. Eru að mæta þeim sem fullorðnum einstaklingum úti á götu. Þetta situr í þér áfram,“ segir Kolbrún. Að þættinum loknum hringdu hlustendur inn í Bítið á Bylgjunni og lýstu einelti sem börn þeirra eða þau sjálf hafa orðið fyrir. Hún segir samfélagsmiðla og netið eiga stóran þátt í auknu einelti en þó séu aðrir hlutir sem einnig þarf að taka tillits til. „Svo verðum við að hugsa um, við hvaða aðstæður búa þessi börn við, hvar er ábyrgð foreldra, hvar er eftirlitið?“ spyr Kolbrún. Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.
Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira