Greint er frá málinu á Twitter en hinn ungverski Varhelyi hafði þá upplýst þingnefnd Evrópuþingsins sem fer með málefni stækkunarmála um ákvörðunina.
Það eru aðildarríki Evrópusambandsins sem taka ákvörðun um hvort önnur ríki skulu fá stöðu umsóknarríkis.
Þjóðernisátök hafa lengi einkennt stjórnmál í Bosníu og er ekki mikil blöndun meðal Bosníaka, Bosníu-Króata og Bosníu-Serba.
I stated in my presentation of the 2022 #Enlargement package in #AFET in @Europarl_EN that the Commission recommends that candidate status be granted to #Bosnia and Herzegovina by the Council on the understanding that a number of steps are taken. #EU - #BIH pic.twitter.com/zvZhHm0syc
— Oliver Varhelyi (@OliverVarhelyi) October 12, 2022
Þó að Bosnía hafi nú fengið stöðu umsóknarríkis er langur vegur þar til að landið á möguleika á að verða fullgilt aðildarríki.
Aðildarríki ESB eru nú 27 eftir útgöngu Bretlands. Ríki með stöðu umsóknarríkis eru nú átta – Albanía, Moldóva, Norður-Makedónía, Svartfjallaland, Serbía, Tyrkland og Úkraína.