Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:00 Donald Trump vill meina að hann hafi verið í fullum rétti að taka með sér þúsundir skjala úr Hvíta húsinu, jafnvel þau sem voru kyrfilega merkt sem leyniskjöl. AP/Chris Seward Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51