„Þetta varð alltaf verra og verra“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. september 2022 07:02 Halldór Þormar Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta frá 2010. Hann segir að algjört úrræða-og eftirlitsleysi hafi ríkt í málefnum barna sem þurftu að vera á vistheimilum á sínum tíma. Það hafi skort stefnu í málefnum barna og ungmenna. Ástandið hafi því orðið verra og verra. Vísir Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. „Sum staðar var beinlínis beitt kerfisbundnu ofbeldi. Sum staðar urðu börn fyrir kynferðislegri misnotkun, stundum af hálfu starfsmanna eða annarra sem voru á heimilinu eða gestkomandi. Í öðrum tilvikum var aðbúnaður ekki bjóðandi börnum og það voru kannski ekki misgjörðir sem voru framdar á sumum heimilanna heldur var aðbúnaðurinn svo slæmur,“ segir Halldór Þormar Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta frá árinu 2010 hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði. Drengir á Æskulýðsheimilinu Jaðri en fólk hefur fengið sanngirnisbætur sem dvaldi þar. Halldór hefur frá árinu 2010 þegar lög um sanngirnisbætur komu fram, verið umsjónarmaður þeirra. Þá hefur hann í gegnum tíðina unnið með rannsóknarnefndum um vistheimilin hér á landi. „ Það sem er mjög sláandi í þessu öllu saman er úrræðaleysið sem var, nánast alla 20. öldina. Það var alltaf verið að finna einhverjar bráðabirgðalausnir sem urðu síðan lausnir kannski næstu tuttugu til þrjátíu árin. Og þetta varð alltaf verra og verra. Vistheimili voru sett upp í óviðunandi húsnæði. Allt of fátt starfsfólk að vinna. Starfsfólk sem hafði ekki þekkingu, ekki reynslu ekki menntun. Í mörgum tilvikum starfsfólk sem vildi gera vel en aðstæðurnar voru þannig að það var mjög erfitt að bregðast við þessu. Síðan var líka eitthvað um það líka að það var fólk að starfa með börnum sem átti alls ekki að gera það og þessi saga er svona svolítið full af því,“ segir hann. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Sanngirnisbætur fyrir um helming vistheimila Ætla má að frá miðri síðustu öld hafi ríflega fimm þúsund manns dvalið á yfir þrjátíu vistheimilum sem börn eða ungmenni sem ýmist voru rekin eða sett upp af ríki eða sveitarfélögum, fengu fjárhagsstuðning þaðan eða var vísað þangað af hinu opinbera. Þá er ótalið allir þeir sveitabæir þar sem fjöldi barna var vistaður á vegum ríkisins. Frá því 2007 þegar lög um vist- og meðferðarheimili fyrir börn og síðar lög umsanngirnisbætur voru samþykkt á Alþingi árið 2010 hafa um tólf hundruð manns sem dvöldu á tíu af þessum heimilum fengið greiddar bætur sem nema um þremur komma tveimur milljörðum króna. Rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar um þau öll. Þau heimili sem sanngirnisbætur hafa verið greiddar fyrir eru eftirfarandi: Upptökuheimili ríkisins 1944-1971 Jaðrið 1947-1973 Landakotsskóla 1950-1980 Kópavogshæli 1952-1993 Breiðavík 1952-1979 Reykjahlíð 1956-1972 Stúlknaheimilinu Bjargi 1965-1967 Kumbaravogi 1965-1984 Heyrnleysingaskólanum 1947-1999 Unglingaheimili ríkisins 1971-1994 Þá eru sanngirnisbætur ýmist í vinnslu eða líklega á leiðinni til handa fólki sem dvaldi sem börn á Hjalteyri. Hinum ýmsu heimilum fyrir fatlað fólk og þá má búast við að fólk sem dvaldi á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem rekin var af Reykjavíkurborg og Hlíðarenda fái slíkar bætur. Nýjasta málið Loks eru aðeins nokkrar vikur síðan kom í ljóst að ungmenni aðallega stúlkur sem dvöldu á Laugalandi/Varpholti á árunum 1997-2007 voru beitt ofbeldi. Í greinargerð sem var gerð um heimilið kemur m.a. fram að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu þar. Meðal þeirra sem hafa stigið fram og lýst ofbeldi þar eru þær Íris Ósk Friðriksdóttir sem var á Laugalandi/Varpholti 15-17 ára og Brynja Skúladóttir sem var á Laugalandi/Varpholti frá 14-16 ára ásamt tvíburasystur sinni. „Ég varð persónulega fyrir gríðarlegu andlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar. Það lýsti sér í því að hann setti mig upp á stall og sagði að ég væri miklu betri en hinar stelpurnar. Ég væri ekki sama druslan og þær og hélt mér utan við hópinn, ég var sett ein í herbergi. Þetta varð til þess að í þau tvö ár sem var þarna átti ég aldrei vinkonu. Fyrir utan eitt skipti en þá sakaði hann okkur um að vera samkynhneigðar og við máttum ekki vera saman. Hann einangraði mig frá öllum hópnum,“ segir Íris. „Þetta var bara gríðarlega andlegt ofbeldi og einnig líkamlegt, við fórum aldrei aftur heim. Maður var mjög niðurbrotin þegar maður kom þarna. Við höfðum margar orðið fyrir ofbeldi og hefðum þurft gríðarlegan stuðning en við tók meira niðurbrot,“ segir Brynja. Fleiri mál gætu komið upp Halldór Þormar segir að um leið og hann fór að kynna sér málefni vistheimila á Íslandi árið 2010 hafi hann séð að slík mál myndu koma upp hvað eftir annað. „Ég hef alltaf talið að það sé ekki búið að taka lokið af öllu. Ég hef alltaf haft áhyggjur af því að það komi upp mál aftur og aftur. Og sú staða er óþolandi fyrir þolendur, fyrir samfélagið og stjórnvöld. Því það er mjög erfitt að fá alltaf ný og ný mál í fangið sem stjórnvöld þurfa þá að bregðast við. Þess vegna held ég að stjórnvöld hefðu mátt skoða þetta með opnum huga. Að taka lokið af málum og átta sig á stöðunni. Aðspurður hvort samfélagið megi eiga vona á mörgum málum í viðbót svarar Halldór: „Ég held að það sé ekki endalaust en ég hef bara í huga að það geta alltaf komið upp nú mál eins og bara núna á síðustu árum. Það eru búin að koma upp mjög mörg mál sem hefur aldrei verið rætt um áður. Ég óttast því að það sé eitthvað þarna undir sem á eftir að ræða. Hluti af þessu er auðvitað börn sem dvöldu á sveitaheimilum. Í mörgum tilvikum við fyrirtaksaðstæður en ekki alltaf og það hefur verið dálítill þrýstingur á yfirvöld að kanna það mál en ég held að það sé mjög erfitt.“ Vistheimilin hafi sprottið úr jarðvegi fátæktar Halldór segir hins vegar mikilvægt að átta sig úr hvaða jarðvegi vistheimilin á síðustu öld spruttu. Apríl 1967, vöggustofa Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg. Lítið barn á labbi í svefnherbergi elstu barnanna, þar sem rimlarúm eru með fram veggjum.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „ Í fyrri heimsstyrjöldinni verður mikil eftirspurn eftir vinnuafli því Íslendingar byrja þá að flytja út miklu meira af fiski því Evrópu vantar fæðu. Það eykst eftirspurn eftir vinnuafli og fólk streymir inn í þéttbýlið. Þá verða til alls kona vandamál sem að sveitasamfélagið hafði kannski ekki glímt við áður. Svo verður ástandið enn verra eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá streymir fólk til Reykjavíkur og í þéttbýliskjarna yfirleitt og fólk býr hér við mjög kröpp kjör. Það er skortur á húsnæði. Fólk býr í óviðunandi húsnæði. Margir saman og fólk hefur það mjög slæmt. Það er mikil fátækt. Þetta leiðir allt til vandamála þar sem börn eru í miklu reiðuleysi. Þetta er algjörlega nýtt þessi vandamál. Þessi fylgdi áfengisneysla og losarabragur og það varð annar háttur á skemmtanalífi og fleira. Sem leiddi til þess að uppeldisaðstæður margra barna voru óviðunandi. Strax eftir fyrri heimsstyrjöldina er stofnuð vöggustofa 1925 sem síðan verða fleiri sem taka við börnum sem geta ekki dvalið heima hjá sér. Þá hvítvoðungar mjög ung börn og síðan 1940 er farið að stofna nokkur vistheimili. Það er upptökuheimili í Elliðahvammi það er stofnað 1944. Heimavistarskólinn að Jaðri er stofnaður 1946. Breiðavík 1952 og svo framvegis,“ segir Halldór. Hann segir að ferlið varðandi heimilin hafi verið meira eða minna tilviljunarkennt. „Það var engin sérstök stefna því fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við þessu breytta samfélagsformi. Það var lítil þekking í landinu vegna skorts á menntun og reynslu.“ Segir hann. Samfélagið ekki tilbúið að hlusta fyrr en 2007 Það er árið 2007 þegar DV og Kastljós vekja athygli á ofbeldi sem drengir urðu fyrir á vistheimilinu Breiðavík sem samfélagið í raun vaknar upp við vondan draum og það er eftir þá umfjöllun sem kemur í ljós hversu gríðarlegur vandinn er. Halldór segir að frásagnir af slæmri meðferð á vistheimilum hafi verið komnar fram löngu fyrir þann tíma. „Augljóslega í gegnum tíðina og þá erum við að tala um fyrri hluta og eftir síðustu öld þá var þetta einfaldlega málaflokkur sem fólk vildi ekki vita af. Það vildi ekki vita af börnum í vanda. Það ríktu miklir fordómar gagnvart fólki sem var í vanda og það ríktu miklir fordómar gagnvart börnum sem fóru á vistheimili. Það vilja allir búa heima. Þetta stóð svolítið í vegi fyrir því að það væri hægt að bregðast við með réttum hætti. Þessir fordómar eru ennþá til og ég held að það sé mjög mikilvægt að eyða þeim,“ segir Halldór. Aðspurður um af hverju ekki hafi verið búið að bregðast við frásögnunum löngu fyrir árið 2007 svarar Halldór: „Það er einhvern veginn þannig að það þýddi ekki að gera neitt því samfélagið virtist ekki vera tilbúið að hlusta. Það er eitthvað í samfélagi manna sem gerir það að verkum að það er auðveldara að fela sumt á einum tíma en öðrum. Síðan 2007 þegar Breiðarvíkurmálið kemur upp í DV og í RÚV og þá er samfélagið slegið einhvern veginn. En margt af þessu hafði komið upp áður. Eins og stúlkurnar á Bjargi höfðu fjallað um þessu mörgum árum áður en það var afskaplega lítið gert með þetta þá. Þegar Hjalteyrarmálið kom upp fyrir einu ári að þá allt í einu var samfélagið tilbúið að hlusta en sumir þessara einstaklinga voru búnir að segja sögu sína og búnir að vekja athygli á þessu en það náði einhvern veginn aldrei eyrum annarra.“ Hann nefnir að ekki hafi aðeins brotið á mörgum börnum og ungmennum á heimilunum heldur mörkuðu þau líka stundum veginn áfram. „Margir sem hafa átt í útistöðum við lögin hafa byrjað við bágar heimilisaðstæður það er ekki algilt og hafa á einhverjum tímapunkti dvalið á vistheimilum,“ segir hann. Þurfum að læra af þessu Halldór segir mikilvægt að samfélagið læri af þessari sögu. „Mér finnst mjög mikilvægt að þessi saga komi fram og það verði gert á heildstæðan hátt. Ég er reyndar undrandi á að það hafi aldrei verið gert. Þetta er mjög stór partur af íslensku samfélagi. Þetta er partur af íslensku samfélagi sem að fólk kannski veit ekkert mikið um. Þetta er líka partur af íslensku samfélagi sem margir vilja ekki vita neitt um en ég held að það sé mjög mikilvægt að segja þessa sögu því hún hafði áhrif á svo ofboðslega marga,“ segir hann. Halldór segir gríðarlega mikilvægt að yfirvöld marki sér skýra stefnu í málefnum barna og ungmenna. „Ég held að það sé ákveðin þörf fyrir það að fara yfir hver úrræði yfirvalda hafa verið í gegnum tíðina og hver þau eru núna. Og móta skýra stefnu í þeim málum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að huga að stefnu í málefnum barna og hún sé alltaf mjög skýr. Við þurfum hugsa hvert skref sem tekið er. Börnin eru okkar verðmætasta og þau eru framtíðin þess vegna verðum við að hlúa vel að þeim,“ segir Halldór að lokum. Vistheimili Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Akureyri Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hefja athugun á starfsemi tveggja vöggustofa Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra. 21. júlí 2022 15:56 Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00 „Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“ Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi. 25. júní 2022 06:00 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. 8. júní 2022 22:10 „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Sum staðar var beinlínis beitt kerfisbundnu ofbeldi. Sum staðar urðu börn fyrir kynferðislegri misnotkun, stundum af hálfu starfsmanna eða annarra sem voru á heimilinu eða gestkomandi. Í öðrum tilvikum var aðbúnaður ekki bjóðandi börnum og það voru kannski ekki misgjörðir sem voru framdar á sumum heimilanna heldur var aðbúnaðurinn svo slæmur,“ segir Halldór Þormar Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta frá árinu 2010 hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði. Drengir á Æskulýðsheimilinu Jaðri en fólk hefur fengið sanngirnisbætur sem dvaldi þar. Halldór hefur frá árinu 2010 þegar lög um sanngirnisbætur komu fram, verið umsjónarmaður þeirra. Þá hefur hann í gegnum tíðina unnið með rannsóknarnefndum um vistheimilin hér á landi. „ Það sem er mjög sláandi í þessu öllu saman er úrræðaleysið sem var, nánast alla 20. öldina. Það var alltaf verið að finna einhverjar bráðabirgðalausnir sem urðu síðan lausnir kannski næstu tuttugu til þrjátíu árin. Og þetta varð alltaf verra og verra. Vistheimili voru sett upp í óviðunandi húsnæði. Allt of fátt starfsfólk að vinna. Starfsfólk sem hafði ekki þekkingu, ekki reynslu ekki menntun. Í mörgum tilvikum starfsfólk sem vildi gera vel en aðstæðurnar voru þannig að það var mjög erfitt að bregðast við þessu. Síðan var líka eitthvað um það líka að það var fólk að starfa með börnum sem átti alls ekki að gera það og þessi saga er svona svolítið full af því,“ segir hann. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Sanngirnisbætur fyrir um helming vistheimila Ætla má að frá miðri síðustu öld hafi ríflega fimm þúsund manns dvalið á yfir þrjátíu vistheimilum sem börn eða ungmenni sem ýmist voru rekin eða sett upp af ríki eða sveitarfélögum, fengu fjárhagsstuðning þaðan eða var vísað þangað af hinu opinbera. Þá er ótalið allir þeir sveitabæir þar sem fjöldi barna var vistaður á vegum ríkisins. Frá því 2007 þegar lög um vist- og meðferðarheimili fyrir börn og síðar lög umsanngirnisbætur voru samþykkt á Alþingi árið 2010 hafa um tólf hundruð manns sem dvöldu á tíu af þessum heimilum fengið greiddar bætur sem nema um þremur komma tveimur milljörðum króna. Rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar um þau öll. Þau heimili sem sanngirnisbætur hafa verið greiddar fyrir eru eftirfarandi: Upptökuheimili ríkisins 1944-1971 Jaðrið 1947-1973 Landakotsskóla 1950-1980 Kópavogshæli 1952-1993 Breiðavík 1952-1979 Reykjahlíð 1956-1972 Stúlknaheimilinu Bjargi 1965-1967 Kumbaravogi 1965-1984 Heyrnleysingaskólanum 1947-1999 Unglingaheimili ríkisins 1971-1994 Þá eru sanngirnisbætur ýmist í vinnslu eða líklega á leiðinni til handa fólki sem dvaldi sem börn á Hjalteyri. Hinum ýmsu heimilum fyrir fatlað fólk og þá má búast við að fólk sem dvaldi á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem rekin var af Reykjavíkurborg og Hlíðarenda fái slíkar bætur. Nýjasta málið Loks eru aðeins nokkrar vikur síðan kom í ljóst að ungmenni aðallega stúlkur sem dvöldu á Laugalandi/Varpholti á árunum 1997-2007 voru beitt ofbeldi. Í greinargerð sem var gerð um heimilið kemur m.a. fram að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu þar. Meðal þeirra sem hafa stigið fram og lýst ofbeldi þar eru þær Íris Ósk Friðriksdóttir sem var á Laugalandi/Varpholti 15-17 ára og Brynja Skúladóttir sem var á Laugalandi/Varpholti frá 14-16 ára ásamt tvíburasystur sinni. „Ég varð persónulega fyrir gríðarlegu andlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar. Það lýsti sér í því að hann setti mig upp á stall og sagði að ég væri miklu betri en hinar stelpurnar. Ég væri ekki sama druslan og þær og hélt mér utan við hópinn, ég var sett ein í herbergi. Þetta varð til þess að í þau tvö ár sem var þarna átti ég aldrei vinkonu. Fyrir utan eitt skipti en þá sakaði hann okkur um að vera samkynhneigðar og við máttum ekki vera saman. Hann einangraði mig frá öllum hópnum,“ segir Íris. „Þetta var bara gríðarlega andlegt ofbeldi og einnig líkamlegt, við fórum aldrei aftur heim. Maður var mjög niðurbrotin þegar maður kom þarna. Við höfðum margar orðið fyrir ofbeldi og hefðum þurft gríðarlegan stuðning en við tók meira niðurbrot,“ segir Brynja. Fleiri mál gætu komið upp Halldór Þormar segir að um leið og hann fór að kynna sér málefni vistheimila á Íslandi árið 2010 hafi hann séð að slík mál myndu koma upp hvað eftir annað. „Ég hef alltaf talið að það sé ekki búið að taka lokið af öllu. Ég hef alltaf haft áhyggjur af því að það komi upp mál aftur og aftur. Og sú staða er óþolandi fyrir þolendur, fyrir samfélagið og stjórnvöld. Því það er mjög erfitt að fá alltaf ný og ný mál í fangið sem stjórnvöld þurfa þá að bregðast við. Þess vegna held ég að stjórnvöld hefðu mátt skoða þetta með opnum huga. Að taka lokið af málum og átta sig á stöðunni. Aðspurður hvort samfélagið megi eiga vona á mörgum málum í viðbót svarar Halldór: „Ég held að það sé ekki endalaust en ég hef bara í huga að það geta alltaf komið upp nú mál eins og bara núna á síðustu árum. Það eru búin að koma upp mjög mörg mál sem hefur aldrei verið rætt um áður. Ég óttast því að það sé eitthvað þarna undir sem á eftir að ræða. Hluti af þessu er auðvitað börn sem dvöldu á sveitaheimilum. Í mörgum tilvikum við fyrirtaksaðstæður en ekki alltaf og það hefur verið dálítill þrýstingur á yfirvöld að kanna það mál en ég held að það sé mjög erfitt.“ Vistheimilin hafi sprottið úr jarðvegi fátæktar Halldór segir hins vegar mikilvægt að átta sig úr hvaða jarðvegi vistheimilin á síðustu öld spruttu. Apríl 1967, vöggustofa Thorvaldsensfélagsins við Dyngjuveg. Lítið barn á labbi í svefnherbergi elstu barnanna, þar sem rimlarúm eru með fram veggjum.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „ Í fyrri heimsstyrjöldinni verður mikil eftirspurn eftir vinnuafli því Íslendingar byrja þá að flytja út miklu meira af fiski því Evrópu vantar fæðu. Það eykst eftirspurn eftir vinnuafli og fólk streymir inn í þéttbýlið. Þá verða til alls kona vandamál sem að sveitasamfélagið hafði kannski ekki glímt við áður. Svo verður ástandið enn verra eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá streymir fólk til Reykjavíkur og í þéttbýliskjarna yfirleitt og fólk býr hér við mjög kröpp kjör. Það er skortur á húsnæði. Fólk býr í óviðunandi húsnæði. Margir saman og fólk hefur það mjög slæmt. Það er mikil fátækt. Þetta leiðir allt til vandamála þar sem börn eru í miklu reiðuleysi. Þetta er algjörlega nýtt þessi vandamál. Þessi fylgdi áfengisneysla og losarabragur og það varð annar háttur á skemmtanalífi og fleira. Sem leiddi til þess að uppeldisaðstæður margra barna voru óviðunandi. Strax eftir fyrri heimsstyrjöldina er stofnuð vöggustofa 1925 sem síðan verða fleiri sem taka við börnum sem geta ekki dvalið heima hjá sér. Þá hvítvoðungar mjög ung börn og síðan 1940 er farið að stofna nokkur vistheimili. Það er upptökuheimili í Elliðahvammi það er stofnað 1944. Heimavistarskólinn að Jaðri er stofnaður 1946. Breiðavík 1952 og svo framvegis,“ segir Halldór. Hann segir að ferlið varðandi heimilin hafi verið meira eða minna tilviljunarkennt. „Það var engin sérstök stefna því fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við þessu breytta samfélagsformi. Það var lítil þekking í landinu vegna skorts á menntun og reynslu.“ Segir hann. Samfélagið ekki tilbúið að hlusta fyrr en 2007 Það er árið 2007 þegar DV og Kastljós vekja athygli á ofbeldi sem drengir urðu fyrir á vistheimilinu Breiðavík sem samfélagið í raun vaknar upp við vondan draum og það er eftir þá umfjöllun sem kemur í ljós hversu gríðarlegur vandinn er. Halldór segir að frásagnir af slæmri meðferð á vistheimilum hafi verið komnar fram löngu fyrir þann tíma. „Augljóslega í gegnum tíðina og þá erum við að tala um fyrri hluta og eftir síðustu öld þá var þetta einfaldlega málaflokkur sem fólk vildi ekki vita af. Það vildi ekki vita af börnum í vanda. Það ríktu miklir fordómar gagnvart fólki sem var í vanda og það ríktu miklir fordómar gagnvart börnum sem fóru á vistheimili. Það vilja allir búa heima. Þetta stóð svolítið í vegi fyrir því að það væri hægt að bregðast við með réttum hætti. Þessir fordómar eru ennþá til og ég held að það sé mjög mikilvægt að eyða þeim,“ segir Halldór. Aðspurður um af hverju ekki hafi verið búið að bregðast við frásögnunum löngu fyrir árið 2007 svarar Halldór: „Það er einhvern veginn þannig að það þýddi ekki að gera neitt því samfélagið virtist ekki vera tilbúið að hlusta. Það er eitthvað í samfélagi manna sem gerir það að verkum að það er auðveldara að fela sumt á einum tíma en öðrum. Síðan 2007 þegar Breiðarvíkurmálið kemur upp í DV og í RÚV og þá er samfélagið slegið einhvern veginn. En margt af þessu hafði komið upp áður. Eins og stúlkurnar á Bjargi höfðu fjallað um þessu mörgum árum áður en það var afskaplega lítið gert með þetta þá. Þegar Hjalteyrarmálið kom upp fyrir einu ári að þá allt í einu var samfélagið tilbúið að hlusta en sumir þessara einstaklinga voru búnir að segja sögu sína og búnir að vekja athygli á þessu en það náði einhvern veginn aldrei eyrum annarra.“ Hann nefnir að ekki hafi aðeins brotið á mörgum börnum og ungmennum á heimilunum heldur mörkuðu þau líka stundum veginn áfram. „Margir sem hafa átt í útistöðum við lögin hafa byrjað við bágar heimilisaðstæður það er ekki algilt og hafa á einhverjum tímapunkti dvalið á vistheimilum,“ segir hann. Þurfum að læra af þessu Halldór segir mikilvægt að samfélagið læri af þessari sögu. „Mér finnst mjög mikilvægt að þessi saga komi fram og það verði gert á heildstæðan hátt. Ég er reyndar undrandi á að það hafi aldrei verið gert. Þetta er mjög stór partur af íslensku samfélagi. Þetta er partur af íslensku samfélagi sem að fólk kannski veit ekkert mikið um. Þetta er líka partur af íslensku samfélagi sem margir vilja ekki vita neitt um en ég held að það sé mjög mikilvægt að segja þessa sögu því hún hafði áhrif á svo ofboðslega marga,“ segir hann. Halldór segir gríðarlega mikilvægt að yfirvöld marki sér skýra stefnu í málefnum barna og ungmenna. „Ég held að það sé ákveðin þörf fyrir það að fara yfir hver úrræði yfirvalda hafa verið í gegnum tíðina og hver þau eru núna. Og móta skýra stefnu í þeim málum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að huga að stefnu í málefnum barna og hún sé alltaf mjög skýr. Við þurfum hugsa hvert skref sem tekið er. Börnin eru okkar verðmætasta og þau eru framtíðin þess vegna verðum við að hlúa vel að þeim,“ segir Halldór að lokum.
Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Vistheimili Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Akureyri Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hefja athugun á starfsemi tveggja vöggustofa Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra. 21. júlí 2022 15:56 Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00 „Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“ Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi. 25. júní 2022 06:00 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. 8. júní 2022 22:10 „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Hefja athugun á starfsemi tveggja vöggustofa Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra. 21. júlí 2022 15:56
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00
„Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“ Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi. 25. júní 2022 06:00
Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. 9. júlí 2021 19:01
Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48
Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. 8. júní 2022 22:10
„Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32