Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2022 07:15 Fylgst með ávarpi konungs. AP/John Walton Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar England Skotland Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira