Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun