„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent