„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu sögðust 46 prósent hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík í síðasta mánuði, á meðan 26 prósent sögðust hafa í meðallagi miklar áhyggjur. Þá sögðust 28 prósent hafa fremur litlar eða mjög litlar áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Rit sem sýnir afstöðu fólks eftir þeim stjórnmálaflokki sem það styður.Stöð 2/Sara Þeir svarendur sem sögðust líklegastir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið yrði til kosninga í dag, virðast hafa minnstar áhyggjur, en 43 prósent þeirra hafa mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af samþjöppun. Næst á eftir koma þeir sem kjósa myndu Framsókn, þar sem 36 prósent hafa litlar áhyggjur. Aðra sögu er að segja af þeim sem kjósa myndu þriðja ríkisstjórnarflokksinn, Vinstri græn. Um 60 prósent þeirra hafa mjög miklar eða fremur miklar áhyggjur af stöðu mála í sjávarútveginum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. „En við verðum að hafa það í huga að það er þjóðhagslega mikilvægt að þjóðin hafi bæði traust og trú á íslenskum sjávarútvegi. En til þess að svo verði þá þarf ákveðnar breytingar,“ segir Þorgerður. Hún telur að tímabinda þurfi réttinn yfir fiskveiðiauðlindinni, koma á réttlátu gjaldi fyrir afnot hennar og skýrar reglur um samþjöppun sjávarútvegsins. Viðreisn hafi ítrekað lagt fram tillögur um einmitt þetta, en þær ekki náð fram að ganga. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi.Stöð 2/Sara „Í fimm ár erum við búin að upplifa það að ríkisstjórnin er bara búin að tefla einhverjum biðleikjum í þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar.“ Hún telur þó ekki líklegt að nokkuð breytist í málaflokkinum. „Það þarf að breyta, það þarf að gera þetta skýrar, það þarf að vekja traust þjóðarinnar. Og í þessari könnun greinilega, þá vantar svolítið mikið upp á það traust. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Síldarvinnslan Kauphöllin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira