Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Hildur Inga Magnadóttir skrifar 8. ágúst 2022 13:30 Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ferðalög Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun