4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 13:01 Yfirvöld og dýraverndarsamtök freista þess nú að finna heimili fyrir hundana. Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Þegar eftirlitsmenn heimsóttu ræktunina í fyrra kom meðal annars í ljós að nærri 200 hundar höfðu verið aflífaðir með innspýtingu í hjartað, án þess að vera deyfðir eða svæfðir áður. Þá fundust dauðir, veikir og vannærðir hundar og 145 voru fjarlægðir þar sem þeir voru taldir verulega illa haldnir. Yfirvöld fóru fram á að ræktuninni yrði lokað og í síðustu viku samþykkti dómstóll áætlun um björgun 4.000 dýra. Yfirvöld hafa nú um 60 daga til að finna þeim ný heimili en áður munu hundarnir fá bót meina sinna, verða geltir og bólusettir. Fyrirtækið sem um ræðir, Envigo, ræktaði beagle-hunda til að selja lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í rannsóknum. Forsvarsmenn þess sögðu í yfirlýsingu í júní síðastliðnum að starfsemin í Cumberland í Virginíu hefði ekki skilað nema einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Dómsskjöl sýna að eftirlit leiddi oft í ljós að hundunum var haldið við afar bágar aðstæður og fundust dýrin meðal annars í uppsöfnuðum saur og matarafgöngum. Fleiri en 300 hvolpar voru sagðir hafa drepist af „óþekktum orsökum“ og þá var loftræstingu verulega ábótavant í eitt skiptið. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira