Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 09:38 Hagsjáin spáir því að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst en hún lækki svo. VÍSIR/VILHELM Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira