Vara við gífurlegri ógn frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:01 Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5 og FBI í Lundúnum í dag. AP/Dominic Lipinski Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið. Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið.
Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28
Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30
Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11