Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2022 15:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur. Vísir/Arnar Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg. Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg.
Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira