Janette Köhnen frá Þýskalandi sagði: „Í samanburði við Þýskaland er þetta sannarlega nokkru dýrari staður. Ef þú ætlar til dæmis á veitingastað hérna ertu kominn í allt annan pakka en í Þýskalandi. En hefðbundnir ferðamannastaðir eru samt bara svipaðir og í Þýskalandi.“

Fasteignasali frá Bandaríkjunum sagði Ísland dýrara en hann hefði búist við en að það væri skiljanlegt í ljósi þess hve mikið Íslendingar hefðu lagt í að byggja upp innviði fyrir ferðamenn. Annar Þjóðverji sagði verðin býsna há, einkum matur og bjór. Það geti hreinlega verið áskorun að fá sér einn eða tvo drykk að kvöldi.
Sjá má viðtölin við ferðamenn í innslaginu hér að ofan en þar er einnig fjallað um verðbólguna í víðum skilningi. Einnig er farið yfir aðrar fréttir vikunnar.