Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 23:20 Mynd af Mike Pence varafoseta í símanum á meðan honum og þingmönnum var haldið á öruggum stað eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið 6. janúar 2021. Hún var sýnd á fundi nefndar sem rannsakar árásina. AP/Susan Walsh Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Nú var kastljósið á tilraunum Trump og ráðgjafa hans til þess að fá Pence varaforseta til að neita að staðfesta úrslit kosninganna og sigur Joes Biden á grundvelli framandlegra lagakenningar. Trump þrýsti þannig ítrekað á Pence að hafna kjörmönnum frá sjö ríkjum þar sem hann hélt fram að kosningasvik hefðu kostað sig sigur og láta ríkisþing ríkjanna senda aðra kjörmenn sem tryggðu Trump sigur. Þegar Pence neitaði að taka þátt í ráðabrugginu lýsti Trump yfir vonbrigðum sínum með varaforsetann á útifundi með þúsundum stuðningsmanna sinna í Washington-borg að morgni 6. janúars. Hluti hópsins hélt svo að þinghúsinu og braust þar inn. Sumir þeirra hrópuðu slagorð um að hengja Pence og einhverjir gengu svo langt að reisa gálga fyrir utan þinghúsið. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum“ Gögn og vitnisburðir sem þingnefndin birti í dag renna stoðum undir að Trump og ráðgjafar hans hafi sjálfir vitað að það sem þeir vildu fá Pence til að gera væri ólöglegt. Það stöðvaði þá ekki í að halda áfram að nauða í varaforsetanum. Ráðgjafar Pence báru vitni um að John Eastman, íhaldssamur lagaprófessor og „heilinn“ á bak við áætlun Trump, og forsetinn sjálfur hafi vitað að það stæðist ekki lög að varaforsetinn neitaði að staðfesta kosningaúrslit. Greg Jacob, yfirlögfræðingur varaforsetaembættisins í tíð Pence, bar vitni um að hann hefði sagt Eastman að áætlun hans stríddi gegn lögum um talningu kjörmanna og að Eastman hafi viðurkennt að það væri rétt. Prófessorinn hefði einnig viðurkennt að færi málið fyrir hæstarétt yrði því hafnað af öllum dómurunum við réttinn, íhaldsmönnum sem frjálslyndum dómurum. Eastman virðist hafa vitað upp á sig sökina sjálfur. Nefndin birti tölvupóstgögn sem sýndu að Eastman hafi falast eftir því að Trump náðaði hann fyrirfram fyrir hugsanlega glæpi. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum ef hann er ennþá í vinnslu,“ sagði Eastman í tölvupósti til Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem var einnig einn háværasti talsmaður þess að Pence sneri við úrslitum kosninganna, nokkrum dögum eftir árásina á þinghúsið. Trump og stuðningsmenn hans enn ógn við lýðræðið Jacob sagði að Pence sjálfur hafi talið það kunna að vera það mikilvægasta sem hann gerði um ævina að hafna áætlun Trump og félaga. Undir það tók J. Michael Luttig, íhaldssamur dómari sem var Pence innan handar dagana fyrir 6. janúar. „Ef Donald Trump hefði verið lýstur næsti forseti hefði það steypt Bandaríkjunum í það sem ég tel að hefði jafngilt byltingu innan í stjórnskipunarkreppu,“ sagði Luttig sem varaði við því að Trump og bandamenn hans væru enn ógn við lýðræði í Bandaríkjunum. J. Michael Luttig er alríkisdómari á eftirlaunum sem var ráðgjafi Pence og fleiri repúblikana. Hann bar vitni fyrir þingnefndinni og sagði Trump ógn við lýðræðið.AP/Susan Walsh Vissi að setið væri um Pence í þinginu en hélt áfram að gagnrýna hann Frekari gögn um árásir Trump á Pence daginn sem árásin var gerð komu einnig við hjá nefndinni í dag. Forsetinn er sagður hafa vitað af því að Pence væri inn í þinghúsinu í umsátursástandinu þar þegar hann tísti um að varaforsetinn hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti að gera“ til milljóna stuðningsmanna sinna. „Donald Trump sigaði æstum múg á hann,“ sagði Bennie Thompson, einn fulltrúanna í nefndinni. Pete Aguilar, demókrati sem stýrði fundi nefndarinnar í dag, sagði Jaboc, lögfræðingi varaforsetans, að stuðningsmenn Trump hafi á tímabili verið aðeins nokkrum metrum frá Pence og þingmönnum inni í þinghúsinu. Þá sýndi nefndin myndir af Pence úr þinghúsinu sem hafa ekki birst opinberlega áður, þar á meðal eina þar sem hann sést lesa tíst Trump um sig á síma. Jan. 6 committee shows photos obtained via National Archives, including this one showing Pence on phone watching video Trump tweeted out telling rioters to go home. pic.twitter.com/QEkFZIRDwv— Katherine Faulders (@KFaulders) June 16, 2022 Jacob sagði að Pence hafi neitað að fara úr þinghúsinu þrátt fyrir að leyniþjónustan hefði hvatt hann til þess. Það hafi hann gert því hann vildi ekki að heimsbyggðin sæi varaforseta Bandaríkjanna flýja þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Nú var kastljósið á tilraunum Trump og ráðgjafa hans til þess að fá Pence varaforseta til að neita að staðfesta úrslit kosninganna og sigur Joes Biden á grundvelli framandlegra lagakenningar. Trump þrýsti þannig ítrekað á Pence að hafna kjörmönnum frá sjö ríkjum þar sem hann hélt fram að kosningasvik hefðu kostað sig sigur og láta ríkisþing ríkjanna senda aðra kjörmenn sem tryggðu Trump sigur. Þegar Pence neitaði að taka þátt í ráðabrugginu lýsti Trump yfir vonbrigðum sínum með varaforsetann á útifundi með þúsundum stuðningsmanna sinna í Washington-borg að morgni 6. janúars. Hluti hópsins hélt svo að þinghúsinu og braust þar inn. Sumir þeirra hrópuðu slagorð um að hengja Pence og einhverjir gengu svo langt að reisa gálga fyrir utan þinghúsið. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum“ Gögn og vitnisburðir sem þingnefndin birti í dag renna stoðum undir að Trump og ráðgjafar hans hafi sjálfir vitað að það sem þeir vildu fá Pence til að gera væri ólöglegt. Það stöðvaði þá ekki í að halda áfram að nauða í varaforsetanum. Ráðgjafar Pence báru vitni um að John Eastman, íhaldssamur lagaprófessor og „heilinn“ á bak við áætlun Trump, og forsetinn sjálfur hafi vitað að það stæðist ekki lög að varaforsetinn neitaði að staðfesta kosningaúrslit. Greg Jacob, yfirlögfræðingur varaforsetaembættisins í tíð Pence, bar vitni um að hann hefði sagt Eastman að áætlun hans stríddi gegn lögum um talningu kjörmanna og að Eastman hafi viðurkennt að það væri rétt. Prófessorinn hefði einnig viðurkennt að færi málið fyrir hæstarétt yrði því hafnað af öllum dómurunum við réttinn, íhaldsmönnum sem frjálslyndum dómurum. Eastman virðist hafa vitað upp á sig sökina sjálfur. Nefndin birti tölvupóstgögn sem sýndu að Eastman hafi falast eftir því að Trump náðaði hann fyrirfram fyrir hugsanlega glæpi. „Ég hef ákveðið að ég ætti að vera á náðunarlistanum ef hann er ennþá í vinnslu,“ sagði Eastman í tölvupósti til Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem var einnig einn háværasti talsmaður þess að Pence sneri við úrslitum kosninganna, nokkrum dögum eftir árásina á þinghúsið. Trump og stuðningsmenn hans enn ógn við lýðræðið Jacob sagði að Pence sjálfur hafi talið það kunna að vera það mikilvægasta sem hann gerði um ævina að hafna áætlun Trump og félaga. Undir það tók J. Michael Luttig, íhaldssamur dómari sem var Pence innan handar dagana fyrir 6. janúar. „Ef Donald Trump hefði verið lýstur næsti forseti hefði það steypt Bandaríkjunum í það sem ég tel að hefði jafngilt byltingu innan í stjórnskipunarkreppu,“ sagði Luttig sem varaði við því að Trump og bandamenn hans væru enn ógn við lýðræði í Bandaríkjunum. J. Michael Luttig er alríkisdómari á eftirlaunum sem var ráðgjafi Pence og fleiri repúblikana. Hann bar vitni fyrir þingnefndinni og sagði Trump ógn við lýðræðið.AP/Susan Walsh Vissi að setið væri um Pence í þinginu en hélt áfram að gagnrýna hann Frekari gögn um árásir Trump á Pence daginn sem árásin var gerð komu einnig við hjá nefndinni í dag. Forsetinn er sagður hafa vitað af því að Pence væri inn í þinghúsinu í umsátursástandinu þar þegar hann tísti um að varaforsetinn hefði ekki haft „hugrekki til að gera það sem þurfti að gera“ til milljóna stuðningsmanna sinna. „Donald Trump sigaði æstum múg á hann,“ sagði Bennie Thompson, einn fulltrúanna í nefndinni. Pete Aguilar, demókrati sem stýrði fundi nefndarinnar í dag, sagði Jaboc, lögfræðingi varaforsetans, að stuðningsmenn Trump hafi á tímabili verið aðeins nokkrum metrum frá Pence og þingmönnum inni í þinghúsinu. Þá sýndi nefndin myndir af Pence úr þinghúsinu sem hafa ekki birst opinberlega áður, þar á meðal eina þar sem hann sést lesa tíst Trump um sig á síma. Jan. 6 committee shows photos obtained via National Archives, including this one showing Pence on phone watching video Trump tweeted out telling rioters to go home. pic.twitter.com/QEkFZIRDwv— Katherine Faulders (@KFaulders) June 16, 2022 Jacob sagði að Pence hafi neitað að fara úr þinghúsinu þrátt fyrir að leyniþjónustan hefði hvatt hann til þess. Það hafi hann gert því hann vildi ekki að heimsbyggðin sæi varaforseta Bandaríkjanna flýja þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10. júní 2022 06:50