Kerfisvæðing og biðlistablæti SÁÁ Ómar Már Jónsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar