Kerfisvæðing og biðlistablæti SÁÁ Ómar Már Jónsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar