Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 08:46 Brian Kemp stóð af sér atlögu frambjóðanda Trump í baráttu um ríkisstjóratilnefningu repúblikana í Georgíu. AP/John Bazemore Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira