Ertu í góðu sambandi? Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:31 Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Byggðamál Alþingi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar