Ertu í góðu sambandi? Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:31 Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Byggðamál Alþingi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu - heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli. Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu. Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna. Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp. Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer. Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum. Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun