Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar 14. maí 2022 07:31 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun