Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2022 12:07 Samgöngumálin hafa farið hátt í umræðunni í aðdraganda kosninga. Vísir/Vilhelm Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð. Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð.
Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02
Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39