Menningarsögu fargað í Hafnarfirði? Árni Matthíasson og Árni Áskelsson skrifa 26. apríl 2022 07:00 Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Menning Leikhús Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun