Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 12:29 Kjörstaðir í Frakklandi loka klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir það. getty/hong wu Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira